Blog

Nýr formaður kjörinn á aðalfundi

Aðalfundur Spoex verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 19:30 í Vogaskóla v/ Skeiðarvog.

Annað hvert ár er formannskjör og kosið er um tvö stjórnarsæti og eitt sæti varamanns. Í stjórn Spoex eru 5 stjórnarmenn og 2 varamenn sem fá boð á alla fundi. Kosið er til tveggja ára í senn.

Elín Hauksdóttir formaður hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram og því ljóst að kjörinn verður nýr formaður á aðalfundi. Það eru fleiri stjórnarmenn að hætta og því er óskað eftir framboðum. Þau má tilkynna á aðalfundinum sjálfum en einnig má tilkynna þau fyrirfram og fá kynningu á vef félagsins. Upplýsingar sendist í netfangið: skrifstofa@spoex.is

Hér eru upplýsingar um núverandi stjórn

Fjölmennum á fundinn og sýnum samstöðu.