Blog

Matvælamerkingar – Að lesa og skilja innihaldslýsingar
Eftir Anítu Sif Elísdóttur matvælafræðing

Þegar við verslum í matinn er mikilvægt að við séum meðvituð um það sem við setjum í innkaupa- kerruna. Bragð, útlit og verð hafa áhrif á matinn sem við veljum en ekki er síður mikilvægt að huga að næringarsamsetningu vörunnar. Grunnurinn að því að upplýsa neytendur um samsetningu og holl- ustugildi matvæla eru upplýsingar um innihaldsefni og næringargildi.
Ef við treystum okkur ekki í að skilja þessar upplýsingar, geta hollustu- merkingar verið mikil einföldun og auðveldað okkur skynsamlegt val.

Innihaldslýsing

Það er almennt skylt að merkja matvæli með innihaldslýsingu. Hún segir til um samsetningu vörunnar. Í henni þarf að tilgreina öll hráefni, aukaefni og önnur efni sem eru notuð til að búa matvöruna til, í röð eftir minnkandi magni eins og þau eru not- uð við framleiðslu vörunnar. Ef sykur er meðal þeirra hráefna sem eru talin fyrst upp má draga þá ályktun að ekki sé um hollustuvöru að ræða. Hins vegar er vert að hafa í huga að við- bættur sykur er ekki einungis hvítur sykur. Sykur á sér mörg nöfn sem koma oft fram neðarlega í innihalds- lýsingu, til að mynda síróp, maíssíróp, ávaxtasykur (frúktósi) og mólassi svo eitthvað sé nefnt.

Næringaryfirlýsing

Næringaryfirlýsing gefur upplýsingar um orku og magn næringarefna í matvælum, þ.e fitu, kolvetna, próteina, trefja, vítamína og steinefna og miðast við innihald í 100 g eða 100 ml af vöru. Fram til þessa hefur fram- leiðendum verið frjálst að merkja matvæli með næringaryfirlýsingu, nema með ákveðnum undantekning- um, t.d þegar næringar- eða heilsu- fullyrðingar eru á umbúðum. En samkvæmt nýrri alþjóðlegri reglugerð (1294/2014) um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda er skylt að hafa næringaryfirlýsingu á flestum forpökkuðum matvælum.

Ólík hugtakanotkun og villandi upplýsingar
Merkingar matvæla hafa meðal annars það markmið að hjálpa neyt- endum að velja á milli vara og vernda heilsu þeirra og því er afar mikilvægt að þær séu réttar og vel framsettar. Upplýsingar um næringarsamsetn- ingu hafa hins vegar oft á tíðum verið óskýrar og villandi fyrir neytendur, t.d þegar verið er að geta til um magn kolvetna og viðbætts sykurs í nær- ingaryfirlýsingu. Í sumum tilvikum hafa framleiðendur notað hugtakið „súkrósi“ þegar verið er að tilgreina magn viðbætts sykurs eða „ein– og tvísykrur“ sem getur þá bæði átt við um náttúrulegan eða viðbættan sykur. Fyrir meðal Jón sem er lítið að sér í næringarfræði geta ólík hugtök yfir sama hlutinn valdið ruglingi en með nýju reglugerðinni ætti það að verða úr sögunni.

Hvað segir nýja reglugerðin um næringaryfirlýsingu Samkvæmt nýju reglugerðinni verða upplýsingar um næringargildi að vera mun ítarlegri heldur en verið hefur og settar fram eftir stöðluðu formi. Reglurnar gera meiri kröfur en áður hvað varðar hugtakanotkun og upp- setningu orku- og næringarefna.

Í næringaryfirlýsingu er nú skylt að tilgreina eftirfarandi atriði í þessari röð: orka, fita, mettuð fita, kolvetni, sykur- tegundir, prótein og salt (sjá töflu 1).

Framleiðendum er einnig frjálst að bæta við einu eða fleiri af eftirfarandi atriðum: einómettuðum fitusýrum, fjölómettuðum fitusýrum, fjölalka- hóli, sterkju, trefjum og ákveðnum vítamínum og steinefnum og þáí þessari röð (sjá töflu 2).


Það er mikilvægt að matvælaframleið- endur séu samstíga hvað varðar hug- takanotkun til að koma í veg fyrir vill- andi upplýsingar. Eins og sjá má í töflunum verður hér eftir einungis notast við hugtakið „sykurtegundir“
í staðinn fyrir sykur, sem felur þá í sér allar ein – og tvísykrur sem finnast í matvælum. Þessar breyttu reglur munu stuðla að auknum skilningi neytenda og auðvelda þeim að bera saman vörur.

Hvað merkir skráargatið?

Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem notað er á umbúðir matvæla og segir til um hollustugildi þeirra. Skráargatið hefur verið í notkun í 25 ár á Norðurlöndunum, fyrst í Svíþjóð og síðar í Noregi og Danmörku, en var fyrst innleitt á Íslandi árið 2013.

Með hollustumerkingum eru neyt- endur hvattir til að velja heilbrigðan lífsstíl. Aðalmarkmið skráargatsins er að auðvelda neytendum að velja hollustusamlegri matvörurog á merkið að tryggja að tiltekin vara sé sú hollasta í sínum flokki. Auk þess að vera upplýsandi fyrir neytendur er merkið hvatning fyrir matvælaframleiðendur til að þróa betur samsett matvæli næringar- fræðilega séð og að fjölga hollum matvörum á markaði. Skilyrðin til að notast megi við hollustumerkið er að matvaran þurfi að uppfylla ákveðnar kröfur um magn næringarefna, s.s. meira af trefjum og heilkorni og minna magn af sykri, salti og mett- aðari fitu en aðrar sambærilegar vörur. Þar af leiðandi má segja að matvörur sem bera skráargatsmerkið endurspegli markmið embætti landlæknis hvað varðar aukna neyslu á trefjum og heilkornavörum en minnkaða neyslu á sykri, salti og mettaðri fitu. Til að stuðla að bættri heilsu almennings og auka neyslu á heilsusamlegu mataræði eru neytendur því hvattir til að velja skráargatsmerktar vörur og lesa inni- haldslýsingar, einkum á unninni eða samsettri matvöru.

Post a comment