Blog

Október -fræðslumánuðurinn mikli

Ár hvert halda Spoex október hátíðlegan með áherslu á fræðslu tengdum sjúkdómunum psoriasis og exem.

Þetta er í takt við alþjóðlegar hefðir en ár hvert er október tileinkaður hinum svokallaða „eczema awareness month“ sem má þýða sem mánuðinn sem tileinkaður er meðvitund og fræðslu um sjúkdóminn exem og mánuðrinn er líka tileinkaður sjúkdómnum psoriasis og alþjóðlegu samtökin IFPA sem Ísland er aðili að halda ár hvert 29. október uppá alþjóðadag psoriasis.

Það þýðir að á sama degi, 29. október, leggja psoriasis samtök um allan heim aukna áherslu á fræðslu og umfjöllun í sínum löndum um bólgusjúkdóminn psoriasis sem bæði birtist í húð og liðum.

Við munum því í tilefni af þessu á komandi vikum leggja aukna áherslu á fræðslu, bæði á miðlum okkar og úti í samfélaginu og klárum mánuðinn líkt og venjulega með uppskeruhátíð og fræðsludegi -en meira um það síðar!
#letsgetconnected