Blog

Global psoriasis Atlas

Global psoriasis Atlas er gagnagrunnur sem byggir á vísindalegum athugunum og faraldsfræðilegum rannsóknum sem tengjast psoriasis og fylgisjúkdómum hans. Hann byggir á sjúkráskráningum víðsvegar um heim.

GPA er samvinnuverkefni á milli alþjóðlegra samtaka innan húðgeirans á heimsvísu og var stofnað í framhaldi af útgáfu skýrslu Alþjóða Heilbrigsstofnunar árið 2014 þar sem psoriasis var viðurkenndur sem alvarlegur og ósmitnæmur sjúkdómur. 
GPA er fjármagnað með styrkjum frá stofnunum og fyrirtækjum innan húðgeirans.
Markmið GPA
Markmið GPA er að skrásetja og miðla þeirri þekkingu sem fyrirfinnst um psoriasis og vera miðlægur þekkingargrunnur þeirra skráninga og rannsókna sem til eru um sjúkdóminn.  Ennfremur að greina útbreiðslu sjúkdómsins með samantekt úr sjúkraskráningakerfum víðs vegar um heiminn.
Verkefni sem miða að því að rannsaka þætti þar sem vöntun er á rannsóknum og þekkingu tengd psoriasis styrkt með fjárhagsstuðningi. Með stuðningi við alþjóðlegt samstarf samnýtist þekking og gildi hennar eykst.
Global psoriasis Atlas eða GPA er langtíma verkefni þar sem stöðugt er leitast við að finna leiðir til að bæta líðan psoriasissjúklinga og auka skilning á sjúkdómnum. Markmiðið er að skoða hvaða áhrif hann hefur bæði á líf einstaklinga og samfélgið í heild sinni.

meeting

Verkefnið er samvinna á milli alþjóðlegra samtaka í húðgeiranum á heimsvísu. Samvinnan samanstendur af eftirfarandi:
  • International Federation of Psoriasis Associations (IFPA)
  • International League of Dermatological Societies (ILDS)
  • International Psoriasis Council (IPC)
 
Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa möguleikann á því að auka skilning okkar á psoriasis sjúkdómnum og fylgisjúkdómnum sem honum geta fylgt ásamt andlegum og félagslegum afleiðingum hans.

Það hefur vantað samræmda aðferðafræði í fyrri faraldfræðilegar rannsóknir sem hafa verið gerðar með þeim afleiðingum að samanburður, t.a.m. landfræðilegur samanburður hefur takmarkað gildi.