Blog

Húðlæknastöðin rannsakar áhrif líftæknilyfs

Húðlæknastöðin í samvinnu við lyfjafyrirtækið Novartis óska eftir einstaklingum eldri en 18 ára til rannsókna á líftæknilyfi sem þykir eitt það besta sem er á markaðnum í dag.
Rannsókninni stýrir Bárður Sigurgeirsson en hann skrifaði einmitt grein um líftæknilyf í tímarit Spoex árið 2011 sem fylgir með fréttinni.

Þátttaka í rannsókninni er gjaldfrjáls og þátttakendur þurfa að vera með útbrot á um það bil 10% af yfirborði húðarinnar.

Áhugasamir hafi samband við Sigríði hjá Húðlæknastöðinni á netfangið sigridur@hls.is

Read more

Niðurstöður doktorsrannsóknar Rögnu Hlínar Þorleifsdóttir

Doktor Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir

Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir varði á dögunum doktorsritgerð sína sem fjallar um minnkandi einkenni psoriasis eftir hálskirtlatöku. DV gerði rannsókn Rögnu Hlínar skil 17. janúar 2017.

Í umfjölluninni kemur m.a. “[…]að sjúklingum sem fóru í hálskirtlatöku batnaði marktækt meira en þeim sjúklingum sem ekki fóru í aðgerð. Batinn hélst líka í þessi tvö ár sem við fylgdum sjúklingunum eftir. Hálskirtlatökuhópurinn greindi auk þess frá auknum lífsgæðum og minni streitu tengdri psoriasis eftir aðgerðina. Samfara klínískum bata fundum við að M/K-eitilfrumum fækkaði verulega í blóði þeirra sjúklinga sem fengu bata en hins vegar ekkert hjá þeim sem engan bata fengu. Þessar frumur voru til staðar í ríkum mæli í þeim hálskirtlum sem fjarlægðir voru og þær liggja því undir grun um að vera sökudólgar í sjúkdómnum,” upplýsir Ragna Hlín.”
Rannsók Rögnu Hlínar má lesa hér
Við bendum einnig  á vef Háskóla Íslands 

Ragna Hlín tók þátt í fræðslumyndbandi sem Spoex gerði um psoriasis; sjá hér:[wpdevart_youtube]https://www.youtube.com/watch?v=GoTyMso1tZw&list=PLDUUHZ4Ox-R-OuMy2AooF0wd6aZlplB94[/wpdevart_youtube]

Read more

Styrkur til verkefna í þágu psoriasis- og exemsjúklinga

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ingvar Ágúst Ingvarsson, formaður Spoex; Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga, undirrituðu í dag samkomulag um 25 milljóna króna styrk sem samtökin fá til að styrkja ýmis hagsmunamál psoriasis- og exemsjúklinga.

Í maí sl. gerðu Bláa lónið og Sjúkratryggingar Íslands með sér samning þess efnis að Bláa lónið veitti sjúkratryggðum psoriasissjúklingum á Íslandi meðferð þeim að kostnaðarlausu og án opinberrar greiðsluþátttöku. Heilbrigðisráðherra ákvað þá að nýta fjármuni sem spöruðust hjá hinu opinbera vegna þessa til að styrkja ýmis hagsmunamál psoriasis- og exemsjúklinga í samræmi við áherslur samtaka þeirra. Samkvæmt samkomulagi um styrkinn skal nýta hann til eftirtalinna verkefna:

  • þarfagreiningar á stöðu psoriasis-, psoriasisgigtar- og exemsjúklinga á Íslandi,
  • styrkingu þjónustu við sjúklinga og bættri aðstöðu í húsnæði Spoex að Bolholti 6,
  • í vísindasjóð Spoex,
  • til endunýjunar á fræðsluefni Spoex um psoriasis, psoriasisgigt og exem
  • að hefja undirbúning að gerð klínískra leiðbeininga um psoriasis og psoriasisgigt fyrir íslenska sjúklinga.
Við undirskrift samnings

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ingvar Ágúst Ingvarsson formaður Spoex.

Read more

Afsláttarkjör fyrir félagsmenn Spoex á árinu 2017

oliskort

Senn líður að áramótum og bráðum verða kynnt þau afsláttarkjör sem standa félagsmönnum til boða á árinu 2017.
Félagsmenn Spoex fá allir send félagsskírteini heim að dyrum við skráningu í félagið. Skírteinið sjálft rennur aldrei út en afsláttarkjör eru endurskoðuð árlega.

Átt þú fyrirtæki og vilt bjóða félagsmönnum Spoex afsláttarkjör á komandi starfsári? Eða ert þú með hugmynd að fyrirtæki sem þú myndir vilja fá afslátt hjá? Endilega sendu okkur línu hér og við förum strax í málið!

Read more

Myndir frá alþjóðadegi psoriasis 2016

Read more

Fræðsluvídjó um psoriasis og alþjóðadagur psoriasis 2016


Fyrsta fræðslumyndbandið sem við sýnum fjallar um sjúkdóminn psoriasis. Ár hvert er alþjóðadagur psoriasis haldinn hátíðlegur þann 29.október en vegna komandi alþingiskosninga var deginum flýtt á Íslandi í ár.
Í gær, 25. október var húsafyllir, meira en 100 manns mættu á Grand Hótel Reykjavík til að fagna deginum með okkur. Frábær erindi frá Jennu Huld Eysteinsdóttur húðlækni, Dr.Evgeníu Mikaelsdóttur verkefnastjóra hjá Íslenskri erfðagreiningu og Anítu Sif Elídóttur næringarfræðingi.

Ingvar Ágúst formaður Spoex opnaði fyrirlestrarröðina með þökkum til félagsmanna sem hlupu fyrir Spoex í Reykjavíkurmaraþoninu, þeirra sem tóku þátt í fræðslumyndböndunum og viðtöku peningaframlags frá fyrrum formanni, Alberti Ingasyni í Vísindasjóð Spoex.

Vísindasjóður Spoex er rannsóknarsjóður, stofnaður af Bárði Sigurgeirssyni húðlækni. Markmið sjóðsins er að veita styrki til rannsókna á psoriasis -og exemsjúkdómum á Íslandi. Ekki hefur verið veitt úr sjóðnum þar sem enn er verið að safna í höfuðstól. Veittir verða styrkir af vöxtum af höfuðstól, þegar höfuðstóll hefur náð 10 milljónum króna.
Sjóðurinn tekur bæði við framlögum fyrirtækja og einstaklinga. Meðfylgjandi eru reikningsupplýsingar um sjóðinn:

 kt: 701205-3670 reikn: 328-13-300481

Vilji fólk veita framlag í sjóðinn er gott að hafa samband við skrifstofu Spoex á netfangið skrifstofa@spoex.is.

Kærar þakkir til allra þeirra sem tóku þátt í deginum með okkur, við hlökkum til að endurtaka leikinn á næsta ári!

Read more

Tímarit Spoex 2016

Loksins er komið að því! Tímarit Spoex er komið í póstdreifingu til allra félagsmanna.
Ef þér finnst erfitt að bíða með að skoða blaðið geturðu skoðað það rafrænt hér:

Read more

Alþjóðadagur psoriasis

screen-shot-2016-10-11-at-00-33-17


Vinsamlega ýtið á plaggatið til að stækka það

Í tilefni af alþjóðadeginum boða Spoex til fyrirlestrarraðar og vörukynninga tengdum sjúkdómnum psoriasis.

Við bjóðum alla hjartanlega velkomna að fagna með okkur alþjóðadegi psoriasis í salnum Gullteig á Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík, þann 25. október 2016 á milli kl 17:00-20:00.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis

Dagskráin er eftirfarandi:

Ingvar Ágúst Ingvarsson formaður Spoex opnar ráðstefnuna

Dr. Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir kynnir niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar þar sem hún bar saman áhrif meðferðar í Bláa lóninu við hefðbundna UVB ljósameðferð.Ennfremur rannsakaði hún sjúkdómsgang og meinmyndun psoriasis með ónæmisfræðilegum aðferðum og vefjafræðilegri skoðun.

Aníta Sif Elídóttir næringarfræðingur fjallar um umbúðalæsi, hollustumerkingar og skyldu fyrirtækja til að tilgreina nærinaryfirlýsingu á flestum forpökkuðum matvælum.

Dr. Evgenía Mikalesdóttir verkefnisstjóri í rannsókn á erfðum psoriasis hjá Íslenskri erfðagreiningu heldur erindi um erfðafræði psoriasis. Í rannsóknum sínum á erfðaefni Íslendinga hefur Íslensk erfðagreining  í mörg ár leitað að erfðafræðilegu orsökum psoriasis og skyldra sjúkdóma og leitast við að skilgreina þá erfðabreytileika sem eiga í hlut.

Fræðslumyndbönd UngSpoex sem gerð voru fyrir sjúkdómana psoriasis í húð og liðum og exem verða frumsýnd á milli fyrirlestra.

 

Read more

Tímarit Spoex

Senn líður að útgáfu næsta tímarits Spoex! Ert þú með góða hugmynd að grein sem þú myndir vilja lesa eða jafnvel skrifa? Endilega sendu okkur línu á skrifstofa@spoex.is eða í gegnum facebook síðu okkar 

Bestu kveðjur,

Stjórn Spoex -Samtök Psoriasis -og exemsjúklinga

Read more

Vetraropnun göngudeildar

Með kólnandi veðri minnum við á ljósin okkar og rýmri opnunartíma á göngudeild Spoex. Nú er opið mánudaga-fimmtudaga frá 11.30-18:30 og föstudaga 9:30-16:30. Verið hjartanlega velkomin!

Read more